Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland – upptaka af kynningarfundi

Í júní og ágúst 2015 gaf Hagstofa Íslands út nýja hliðarreikninga með þjóðhagsreikningum fyrir ferðaþjónustu, sk. ferðaþjónustureikninga tímabilið 2009-2013. Útgáfa reikninganna byggir á samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við Hagstofuna sem dr. Cristi Frent sinnti.

Ferðaþjónustureikningar taka saman hagstærðir sem einkenna ferðaþjónustu í þjóðhagsreikningum og gefa m.a. til kynna hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu. Í kynningunni skýrði dr. Cristi Frent nokkur álitamál við notkun ferðaþjónustureikninga sem tölfræðitækis á Íslandi og greindi frá hagrænu mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi á grunni reikninganna.

Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands stóð fyrir kynningarfundi um gerð ferðaþjónustureikningana mánudaginn 5. október kl. 15 Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands. Kynningin var í höndum Dr. Cristi Frent.

Hér má nálgast upptöku af kynningunni sem var einn og hálfur tími og fór fram á ensku. Mikilvæg aðgreining á upplýsingum um ferðaþjónustu er kynnt í upptöku frá tíma 1.10.00.

Kynning nýrra ferðaþjónustureikninga