Irene Carbone - starfsnemi á RMF

Irene Carbone
Irene Carbone

Næstu þrjá mánuði mun Irene Carbone sinna starfsnámi sínu á Akureyrarskrifstofu RMF. Irene hefur nýlokið meistaranámi í félagsfræði með áherslu á rannsóknir frá háskólanum í Bologna. Í fyrra námi hefur hún auk félagsfræði einnig lagt stund á nám í menntavísindum.

Meistararannsókn Irene fjallaði um fylgni milli áhrifa hamfara og félagsauðs á hverfisstigi. Sem tilvik í rannsókninni greindi hún áhrif og viðbrögð eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu árið 2018.

Áhugasvið Irene innan rannsókna eru félagsfræðilegar rannsóknir í þéttbýli og á skilgreindum svæðum auk rannsókna á sjálfbærni og ójöfnuði.

Í starfsnáminu á RMF mun hún rannsaka áhrif COVID-19 á lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu, með áherslu á hvort ástandið hafi leitt til aukinnar seiglu innan ferðaþjónustunnar og hvort í kjölfar faraldursins megi greina aukinn viðbúnað vegna mögulegra hamfara meðal lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja á Akureyri.

Leiðbeinandi Irene í starfsnáminu er Íris H. Halldórsdóttir.