Kall eftir erindum - Akstursferðamennska í dreifbýli

@Þórný Barðadóttir
@Þórný Barðadóttir

RMF skipuleggur málstofu á Nordic Symposium ráðstefnunni sem haldin verður í Stavanger, Noregi 18. - 20. september nk. 

Yfirskrift málstofunnar er Pushing or pulling the lot. Knowledge creation on drive tourism in rural areas. Þar verður til umræðu akstursferðamennska, eðli hennar og áhrif og hlutverk ferðamannaleiða í því samhengi.

Kallað er eftir erindum sem til dæmis snerta á, en eru þó ekki einskorðuð við, eftirtalin þemu:
• sjálfsakstur ferðamanna
• vegakerfið
• áhrif (skilgreindra) ferðamannaleiða
• uppbygging þjónustu í tengslum við akstursferðamennsku
• samfélagsleg áhrif akstursferðamennsku

Kallað er eftir 200-220 orða ágripum að erindum sem skila skal eigi síðar en 15. apríl á netfangið rmf@rmf.is.

Nánari upplýsingar um málstofuna má sjá hér.

Hér má sjá upplýsingar um ráðstefnuna