Kall eftir tilnefningum - Lokaverkefnisverðlaun SAF og RMF

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) óska eftir tilnefningum til verðlauna fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál. Tvenn verðlaun eru veitt:

  • Ein verðlaun fyrir lokaverkefni úr grunnnámi til BS/BA-gráðu, metið til prófgráðu við íslenskan háskóla á almanaksárinu 2021. Verðlaunaféð er 100.000 krónur.
  • Ein verðlaun fyrir lokaverkefni úr framhaldsnámi til MS/MA-gráðu til að minnsta kosti 30 ECTS-eininga, metið til prófgráðu við íslenskan háskóla á almanaksárinu 2021. Verðlaunaféð er 200.000 krónur.

Forsenda tilnefninga er að lokaverkefnin uppfylli ítrustu kröfur sem gerðar eru til rannsóknarritgerða á viðkomandi námsstigi og séu faglega unnin í hvívetna.

Kennarar/leiðbeinendur geta tilnefnt lokaritgerð nemenda sinna.
Venju samkvæmt verða verðlaunin afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar vorið 2022, nánar auglýstur síðar.


Tilnefningar og rafrænt eintak af lokaverkefni skulu berast Eyrúnu Jennýju Bjarnadóttur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála eigi síðar en föstudaginn 4. febrúar.

Sjá nánar um verðlaunin á http://www.rmf.is/is/um-rmf/verdlaun.