Kallað eftir ágripum
The European Tourism Research Institute (ETOUR) kallar eftir ágripum erinda fyrir 31. ráðstefnu Nordic Symposium on Tourism and Hospitality sem haldin verður í Östersund í Svíþjóð dagana 19.-21. september 2023.
Nánari upplýsinga er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "Rethinking tourism for a sustainable future". Ráðstefnan hefur það að markmiði að vera vettvangur fræðilegrar umræðu vísindamanna og þróunar á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og í Evrópu. Ráðstefnan er hluti af starfi samtakanna Nordic Society for Tourism and Hospitality research.
Fjölmargar áhugaverðar málstofur hafa verið skipulagðar og hefur skilafrestur ágripa verið framlengdur til 12. maí 2023. Frekari upplýsingar um málstofurnar og skil á ágripum er hægt að nálgast HÉR.
RMF tekur þátt í að skipuleggja málstofu á ráðstefnunni um starfsemi Airbnb og annarra deilikerfa á dreifbýlum svæðum undir heitinu „Airbnb hosts: Platform-based entrepreneurship and sustainable development in rural Nordic regions“ og bíður öll áhugasöm um að senda inn ágrip!