Kallað eftir tilnefningum Lokaverkefnisverðlauna SAF og RMF 2023

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) óska eftir tilnefningum til verðlauna fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál.

Tvenn verðlaun eru veitt:

  • Ein verðlaun fyrir lokaverkefni úr grunnnámi til BS/BA-gráðu, metið til prófgráðu við íslenskan háskóla á almanaksárinu 2022. Verðlaunaféð er 100.000 krónur.
  • Ein verðlaun fyrir lokaverkefni úr framhaldsnámi til MS/MA-gráðu til að minnsta kosti 30 ECTS-eininga, metið til prófgráðu við íslenskan háskóla á almanaksárinu 2022. Verðlaunaféð er 200.000 krónur.

Forsenda tilnefninga er að lokaverkefnin uppfylli ítrustu kröfur sem gerðar eru til rannsóknarritgerða á viðkomandi námsstigi og séu faglega unnin í hvívetna.


Kennarar/leiðbeinendur geta tilnefnt lokaritgerð nemenda sinna.

Venju samkvæmt verða verðlaunin afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar vorið 2023, nánar auglýstur síðar.

Tilnefningar og rafrænt eintak af lokaverkefni skulu berast í t-pósti til Eyrúnar Jennýjar Bjarnadóttur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála eigi síðar en fimmtudaginn 9. febrúar.

Sjá nánar um verðlaunin á http://www.rmf.is/is/um-rmf/verdlaun.