Kynning á nýju fræðsluefni UPLIFTs
11.06.2025
Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, kynnti nýjustu afurðir UPLIFT verkefnisins á nýafstaðinni ráðstefnu ‚Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs‘ sem haldin var á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) 30.maí s.l.
Um er að ræða tvær nýjar skýrslur þar sem farið er yfir tækifæri og áskoranir þegar kemur að því að nýta stafræna og gagnvirka tækni í bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu.
- Rannsóknaskýrsla sem skoðar hvernig viðbótarveruleiki (AR), sýndarveruleiki (VR) og gervigreind (AI) eru að breyta því hvernig við nálgumst ferðaþjónustu tengda bókmenntum og kvikmyndum. Skýrslan kortleggur helstu þróun, tækifæri og áskoranir í ferðaþjónustu og menntageiranum þegar kemur að þessum málum. Skýrslan er nú þegar tiltæk á heimasíðu UPLIFTs!
- Samantekt af góðum starfsvenjum er ríkulegt safn af raunverulegum dæmum víðsvegar að úr Evrópu sem sýnir hvernig stafræn tækni er nú þegar notuð til að auka upplifun gesta. Allt frá bókasöfnum til alþjóðlegra kvikmyndahátíða, samantektin býður upp á fjölbreyttar hugmyndir að áhugaverðum og gagnvirkum viðburðum. Samantektin mun birtast á á heimasíðu verkefnisins í lok þessa mánaðar.
Við hvetjum öll til að kynna sér verkefnið og afurðir þess á heimasíðu UPLIFTs: https://uplifttourism.eu/
Vera að segja frá UPLIFT verkefninu
Pallborðsumræður í lokin
Það var vel mætt á ráðstefnuna í Eddu
Allar myndir: Alda Valentína Rós