Málstofa um ferðamannaleiðir í dreifbýli
RMF stóð fyrir málstofu um ferðamannaleiðir í dreifbýli á nýafstaðinni ráðstefnu um norrænar ferðamálarannsóknir.
Auk þess sem skipuleggjendur málstofunnar, Þórný Barðadóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir sérfræðingar á RMF, kynntu eigin rannsóknir á þessu sviði bauð málstofan upp á fimm önnur erindi um efnið. Efnistök þessara erinda varpa ljósi á fjölþætt áhrif vegakerfis og ferðaleiða í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar í dreifbýli.
Erindi málstofunnar voru eftirfarandi:
- Pushing and pulling: Research on rural drive tourism. Þórný Barðadóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir
- Chronotopies of drive tourism through Location-based Social Networks. Carlos Ferreira, Jorge Rocha og Luis Encalada Abarca
- Multipurpose rural roads – user’s conflicts and benefits. Ingibjörg Sigurðardóttir
- Ticked off the bucket list? Exploring the North Coast 500's Impact on the Visitor Experience in the Northern Highlands of Scotland. Tarja Salmela
- Mobile heritage tourism with vintage cars and vintage drivers. Reidar J. Mykletun
- Chinese Tourist Road Travel in Iceland. Mou Zhying og Anna Karlsdóttir
Auk þess tók RMF þátt í tveimur öðrum málstofum á ráðstefnunni. Í annarri þeirra voru kynntar niðurstöður rannsókna á félagslegum áhrifum ferðamennsku þar sem Georgette Leah Burns , Eyrún Jenný Bjarnadóttir Guðrún Helgadóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir kynntu erindið Keeping calm on the tourism rollercoaster: Resident attitudes and perceptions.
Í hinni flutti Magnfríður Birnu Júlíusdóttir erindi um upplifun starfsfólks af erlendum uppruna af kynferðislegri áreitni í ferðaþjónustu. Eyrún hefur unnið að rannsóknarverkefninu fyrir hönd RMF í samstarfi við Magnfríði.
Ráðstefnan Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research er árlegur viðburður sem haldinn er til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Í ár var komið að Norðmönnum og fór ráðstefnan fram í Stavanger dagana 18.-20. september.
Ýmsar myndir frá Stavanger: