Málstofukall á Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research, Akureyri 22.-23.9. 2021

Kallað er eftir málstofum á vísindaráðstefnuna 29th Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research, sem haldin verður á Akureyri 22.-23. september 2021.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Mótun hreyfanleika framtíðar: Möguleikar og áskoranir á óvissutímum

Ráðstefnan er hluti af starfi samtakanna Nordic Society for Tourism and Hospitality Research og er vettvangur fræðilegrar umræðu vísindamanna og þróunar á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Ráðstefnan átti að vera í september 2020 en var frestað um ár vegna Covid 19 faraldursins.
Frestur til að skila tillögum að málstofum er 9. mars 2021.

Málstofukallið má lesa hér

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar.