Norrænar ferðamálarannsóknir – innsýn frá Íslandi

Tvær ritrýndar greinar og ein ráðstefnugrein voru birtar í mánuðinum sem tíunda íslenskar rannsóknir á ferðmálum í norrænu og alþjóðlegu samhengi.

Fyrst er að telja grein um ferðaþjónustu og umhverfismál, þar sem dregið er fram hlutverk ferðaþjónustu í mótun umhverfis jarðarinnar og ferðamál sett í samhengi við hinn sk. manntíma (e. anthropocene), þar sem mannkyn er orðið að jarðsögulegu afli. Höfundar eru nú að ljúka bókasamning við Routledge um sama efni. Greinin birtist í Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism. 

Gren, M. and Huijbens, E. 2014: Tourism in the Anthropocene. Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism, 14(1): 6-22. DOI: 10.1080/15022250.2014.886100

Næst er grein sem varðar klasa uppbyggingu á Íslandi og er að finna í þemahefti Scandinavian Journal of Public Administration um opinbera stefnumótun í ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Í greininni er rýnt í klasa og orðræðu um þá á Íslandi og hvernig ferðaþjónusta hefur birst í umræðu um atvinnuuppbyggingu hér á landi.

Huijbens, E. Jóhannesson, H. & Jóhannesson, G.Þ. 2014: Clusters without Content? Icelandic National and Regional Tourism Policy. Scandinavian Journal of Public Administration, 18(1): 63-85. http://ojs.ub.gu.se/ojs/index.php/sjpa/article/view/2755

Síðast er að telja ráðstefnugrein um mat á framkvæmd hliðarreikninga fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og samræmi þeirra við alþjóðlega staðla, sem kynnt verður á 12. Alþjóðlegu ráðstefnunni um tölfræði ferðamála í Prag í Tékklandi í maí (sjá hér). Greinina má lesa hér: http://www.tsf2014prague.cz/assets/downloads/Paper%203.4_Cristi%20Frent_IS.pdf