Ný skýrsla um samstarf hvalaskoðunarfyrirtækja og fræðimanna á sviði lýðvísinda

Nýlega kom út skýrslan Citizen science in whale-watching tours: a path to enhanced sustainability and competitiveness? sem fjallar um samstarf íslenskra hvalaskoðunarfyrirtækja og hvalarannsakenda á sviði lýðvísinda.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að hvalaskoðun getur verið mikilvægur vettvangur fyrir vísindamiðlun og náttúruvernd. Rannsakendur sjá skýran ávinning í því að nota lýðvísindi í rannsóknum og ferðamenn sýna líka mikinn áhuga á að taka þátt í slíkri starfsemi. Þetta bendir til þess að tækifæri séu til staðar til að þróa enn frekar ferðaþjónustu sem byggir á þátttöku almennings í rannsóknum og stuðlar þannig að sjálfbærni, aukinni þekkingu og umhverfisvitund.

Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði HA og unnin af Ásu Mörtu Sveinsdóttur, sérfræðingi hjá RMF, og Gyde Rudolph, starfsnema RMF.

Hægt er að lesa lokaskýrslu rannsóknarinnar hér.

Í tengslum við verkefnið var einnig unnin samantekt um þátttöku ferðamanna í vísindum á Íslandi. Sjá samantekt hér.