Ný skýrsla um skemmtiskipa ferðamennsku á Ísafirði
Ný skýrsla RMF sem fjallar um ávinning og áskoranir skemmtiskipa ferðamennsku á Ísafirði er komin út. Skýrslan er partur af gagnasöfnun verkefnisins Sjálfbær móttökusvæði skemmtiskipa á norðurslóðum: frá starfsháttum til stýringar sem hýst er af Nord háskólanum í Bodø og RMF er partur af.
Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður gagnasöfnunnar sem fór fram á Ísafirði 2021-2022. Niðurstöður sína að valdaójafnvægi ríkir milli stóru skipafélaganna og lítilla samfélaga líkt og á Ísafirði. Hagaðilar kalla eftir takmörkunum en mikil óvissa er um hvernig stýring ætti að fara fram.
Auk þessarar skýrslu verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í lokaskýrslu verkefnisins vorið 2024. Þar verða niðurstöður gagnasöfnunnar frá Ísafirði bornar saman við niðurstöður frá öðrum rannsóknarsvæðum verkefnisins, þ.e. Nuuk, Alta, Lofoten og Honningsvag.