Nýr starfsnemi hjá RMF
Næstu sex mánuði verður Rike Nissen í starfsnámi á skrifstofu RMF í Reykjavík. Rike er að læra ferðamál og landfræði við Háskólann í Trier í Þýskalandi. Hún er einnig um þessar mundir að skrifa BA-ritgerð sína undir yfirskriftinni „Regenerative tourism between theoretical ideals and practical implementation options: A critical examination of the future perspective in Tourism“ og mun útskrifast næsta vor. Áhugasvið hennar eru meðal annars femínísk landfræði, sjálfbærni og eyjaferðaþjónusta.
Á meðan á starfsnáminu stendur mun hún vinna að verkefni sem tengist menningartengdri ferðaþjónustu í Reykjavík sem mun meðal annars fela í sér að leggja fyrir kannanir meðal ferðamanna sem heimsækja söfn og sýningar í borginni.
Rike verður með aðsetur í Tæknigarði í Háskóla Íslands og vinnur undir leiðsögn Veru Vilhjálmsdóttur hjá RMF.
Við hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála bjóðum Rike velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins á komandi mánuðum.
												
			
						
						
					
Norðurslóð 2 (E-hús-206)
600 Akureyri