Nýr starfsnemi hjá RMF
RMF býður Gyde Rudolph velkomna til okkar í starfsnám.
Gyde lauk nýlega meistaragráðu í Sea and Society frá Háskólanum í Gautaborg. Fyrr á þessu ári, samhliða náminu, vann hún í hlutastarfi hjá RMF þar sem hún aðstoðaði við verkefnið Lýðvísindi í Hvalaskoðunarferðum: leið til aukinnar sjálfbærni og samkeppnishæfni? en mun nú snúa aftur í starfsnám til febrúar 2026.
Gyde mun rannsaka hvernig ljósmyndir, notkun snjallsíma og miðlun efnis á samfélagsmiðlum mótar upplifun ferðamanna af Íslensku landslagi og útivist með því að skoða og greina kynningarefni og myndræna frásögn ferðaþjónustufyrirtækja.
Gyde er staðsett á Húsavík þar sem hún hefur síðasta árið aðstoðað við hvalarannsóknir.
Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, mun leiðbeina Gyde í verkefninu.
Við hlökkum til að vinna með Gyde á ný og deila niðurstöðum verkefnisins á næstu mánuðum.

Norðurslóð 2 (E-hús-206)
600 Akureyri