Nýr sumarstarfsmaður hjá RMF

Á næstu mánuðum mun Sigríður Kristín vinna hjá okkur á skrifstofu RMF á Akureyri. Hún mun aðstoða við tvö verkefni, annars vegar að verkefni sem tengist Þeistareykjum og unnið er að beiðni Landsvirkjunar og hins vegar að verkefni í Hrísey. Sigríður mun aðallega sinna gagnasöfnun og gagnaúrvinnslu.

 

Sigríður Kristín er mannfræðingur að mennt en stundar nú meistaranám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

 

Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna!