Nýtt fréttabréf T-CRISIS-NAV-verkefnisins komið út

RMF er þátttakandi í spennandi Erasmus+ verkefni sem hefur það að markmiði að þróa og hanna kennsluefni til þess að efla getu ferðaþjónustufyrirtækja að takast á við krísu. Allt efni sem verður til í þessu verkefni verður hægt að nálgast án endurgjalds á heimasíðu verkefnisins tourismrecovery.eu. Verkefninu lýkur formlega í lok ágúst á þessu ári.

David BlunckFjórða fréttabréf verkefnisins var að koma út og þar gefur að sjá margt áhugavert (sjá hér).

Meðal annars er viðtal við David Blunck sem er einn af þátttakendum í þessu verkefni. En David er stofnandi og forstjóri þýska ráðgjafafyrirtækisins the Vision Work og hefur hann víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf. Hlutverk hans og hans starfsfólks í verkefninu er að hanna og búa til kennsluefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki um það hvernig þau geta á sem bestan hátt tæklað krísu ástand hvers konar.

Mikilvægt er að geta lært af öðrum og að draga lærdóm af reynslu annarra til að vera betur undirbúin þegar krísu ber að garði. Þátttakendur verkefnisins hafa tekið saman fjölbreytt „case study“ um það hvernig fyrirtæki í ferðaþjónustu tókust á við COVID-19 krísuna. Í fréttabréfinu má sjá nokkur þeirra og þar á meðal tvö frá Íslandi.

Hópurinn hittist á Íslandi í október og í fréttabréfinu má sjá stutta samantekt af þeim fundi. Hér má einnig sjá myndband frá Íslandsfundinum.Á heimasíðu verkefnisins og fésbókarsíðu er einnig fleira áhugavert efni að finna.

Heimasíða verkefnisins: tourismrecovery.eu
Fylgið verkefninu á fésbók : Tourism Crisis Recovery - Post COVID | Facebook
Kynningarmyndband á verkefninu: Tourism Crisis