Ráðstefna á Borgundarhólmi – Ísland tekur við keflinu 2026

Íslenski hópurinn    (Mynd: Elva Björg Einarsdóttir)
Íslenski hópurinn (Mynd: Elva Björg Einarsdóttir)

Á dögunum tóku sérfræðingar RMF þátt í ráðstefnu um norrænar ferðamálarannsóknir (Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research) sem haldin var á Borgundarhólmi í Danmörku dagana 17.–19. september 2025. Ráðstefnan er árlegur vettvangur fræðafólks og sérfræðinga á sviði ferðamálafræða sem fer á milli Norðurlandanna fimm. 

Þema ráðstefnunnar var The transformative power and potential of tourism.  Um 175 þátttakendur komu saman og  voru flutt rúmlega 140 erindi í 37 málstofum. Frá Íslandi mættu fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri ásamt sérfræðingum RMF. 

RMF stýrði einni málstofu á ráðstefnunni um sjálfbærni í eyjaferðamennsku. Auk þess héldu sérfræðingar RMF eftirfarandi erindi:

Immersive technologies in literary and film tourism
Vera Vilhjálmsdóttir

GPS tracking of land-based visitors and cruise passengers on a remote Arctic island
Ása Marta Sveinsdóttir, Laufey Haraldsdóttir og Mauro Ferrante

Adapting to change: from fisheries to tourism in northern Iceland sub-islands
Laufey Haraldsdóttir og Ása Marta Sveinsdóttir

Resilience and tourism: Challenges in developing tourism in rural areas
Þórný Barðadóttir og Gunnar Þór Jóhannesson

Of routes and northern roads. Tourism development in rural Iceland
Þórný Barðadóttir

Branded routes on bumpy roads: Infrastructure and tourism collaboration
Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Tourist experiences and consumption in landscapes of renewable energy
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Íris H. Halldórsdóttir


Undir lok ráðstefnunnar var formlega tilkynnt að næsta ráðstefna verður haldin á Íslandi haustið 2026 og mun RMF leiða undirbúning ráðstefnunnar í samstarfi við HÍ, HA og HH. Við tökum við keflinu af Dönum og hlökkum til að bjóða gesti velkomna til Reykjavíkur á næsta ári!

 

Ýmsar myndir frá Borgundarhólmi: