Ráðstefna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu

Landsbankinn efnir til árlegrar vorráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu á Íslandi, þriðjudaginn 24. mars 2015.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hann hefur ritað bækur fyrir Lonely Planet, stýrt ferðaþáttum á Travel Channel, skrifað fyrir National Geographic Traveler og haldið fyrirlestra á helstu ferðaráðstefnum heims.

Dagskrá ráðstefnunnar

    • Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans kynnir nýja greiningu á stöðu og þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar sem m.a.byggir á greiningu ársreikninga rúmlega 1.000 fyrirtækja í ferðaþjónustu. 
    • Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, segir frá fyrirhugaðri uppbyggingu og þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára. 
    • Davíð Björnsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans, spyr hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og fer yfir þörfina fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík á næstu árum. 
    • Doug Lansky fjallar um ólíkar hliðar á ferðaþjónustu, m.a. það sem gerir ferðamannastaði að vinsælum og farsælum áfangastöðum.

Fundarstjóri er Helga Haraldsdóttir, formaður stjórnar Ísland allt árið.

Hægt verður að fylgjast með á Twitter. Landsbankinn@efnahagsmal ætlar að tísta frá ráðstefnunni undir merkinu #ferðaþjónusta2015.

Hægt er að skrá sig á:

http://www.landsbankinn.is/skraning/eru-milljon-ferdamenn-vandamal/