Rannsókn um skemmtiferðaskip vekur athygli

Frá súpufundi
Frá súpufundi

Nýleg rannsókn RMF um móttöku skemmtiferðaskipa var í kastljósinu í vikunni. Fjallað var um rannsóknina í hádegisfréttum RÚV og í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1.

Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF og höfundur nýútkominnar skýrslu um móttöku skemmtiferðaskipa á Norðurlandi, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á súpufundi ferðaþjónustunnar sem haldinn var á Akureyri þriðjudaginn 27. febrúar. Vel var mætt á fundinn og í kjölfarið var rætt við Þórnýju um rannsóknina í hádegisfréttum RÚV. Þá var einnig viðtal við Þórnýju í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1.

Hægt að nálgast umfjöllun fréttastofu RÚV um rannsóknina hér, og upptöku af viðtalinu í Samfélaginu er að finna hér. Sjálf skýrslan er aðgengileg hér á heimasíðu RMF.