Rannsóknadagur RMF 2017

Þátttakendur. Mynd: ÞB.
Þátttakendur. Mynd: ÞB.

Rannsóknadagur RMF var haldinn í Viðey í gær. Dagurinn er - líkt og heitið bendir til - helgaður rannsóknum í ferðamálum. Að þessu sinni hittust fimm doktorsnemar - sem allir beina rannsóknum sínum að ferðamálum með einum eða öðrum hætti - ásamt leiðbeinendum og öðrum sérfræðingum.

Doktorsnemarnir kynntu þar forsendur, tilgang og stöðu rannsókna sinna en höfðu áður skilað greinargerðum til þátttakenda. Leiðbeinendur og sérfræðingar skiptust á um að hefja umræður um rannsóknir annarra en eigin nema. Þegar upp var staðið fengu doktorsnemarnir gagnleg álit og ráðleggingar frá þátttakendum, auk þess sem áhugaverðar umræður skópust, á stundum langt umfram eiginlegt efni rannsóknaverkefna.

 

Guðrún Þóra setur Rannsóknadag RMFGuðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF setti Rannsóknadaginn og stjórnaði framvindu viðburðarins.

 

 

 

 

 

Kynnt voru fjölbreytileg rannsóknaverkefni, líkt og sjá má á listanum hér að neðan:

 

Nína M. SaviolidisNína M. Saviolidis
The effect of environmental issues on the organizational environment of firms within the Icelandic tourism industry
Leiðbeinendur: Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskiptafræðideild HÍ og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Hagfræðideild og Líf og umhverfisvísindadeild HÍ

 

 

Johannes T. WellingJohannes Welling
Glacier tourists’ adaptation to climate-induced environmental changes
Leiðbeinendur: Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ og Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

 

 

Elva Björg EinarsdóttirElva Björg Einarsdóttir
Skipulag og ábyrg ferðaþjónusta: Samband manns og náttúru í Vesturbyggð
Leiðbeinendur: Katrín Anna Lund og Gunnar Þór Jóhannesson prófessorar við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

 

 

Brynjar Þór ÞorsteinssonBrynjar Þór Þorsteinsson
Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu
Leiðbeinandi: Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ

 

 

Magnús Haukur ÁsgeirssonMagnús Haukur Ásgeirsson
"Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að ..eða.. Er það kannski fólkið á þessum stað?" Kortlagning lykilþátta í starfsemi ör-ferðaþjónustufyrirtækja í dreifbýli Íslands
Leiðbeinandi: Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ