Rannsóknarverkefni á vegum RMF hlýtur tveggja milljóna króna styrk

Samtökin vinir Vatnajökuls hafa ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni RMF og samstarfsaðila „Glacier Tourism and Climate Change in Iceland“ um tvær milljónir króna. Rannsóknarverkefnið hófst haustið 2013 og er það Johannes T. Welling PhD nemi sem vinnur að verkefninu.

Markmiðið með verkefninu er að þróa svokallaða aðlögunarstefnu fyrir jöklatengda ferðamennsku á Íslandi sem á að takast á við þær mögulegu loftslagsbreytingar sem munu eiga sér stað á næstu áratugum.

Þrátt fyrir aukinnar vinsældar jöklatengdrar ferðamennsku á undanförnum árum og þá staðreynd að jöklar heimsins fari minnkandi, hafa aðeins verið gerðar örfáar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga og jöklatengda ferðamennsku. Engin þessarar rannsóknar voru gerðar á Íslandi.

Rannsóknin mun beinast að aðstæðum við Vatnajökul og í Vatnajökulsþjóðgarði. Áætlað er að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2016.

Samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru:

Rannsóknamiðstöð ferðamála
Háskóli Íslands – Líf- og umhverfisvísindadeild
Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði
Vatnajökulsþjóðgarður
Háskólinn í Wageningen í Hollandi
Ríki Vatnajökuls
Friður og frumkraftar

Styrkurinn verður formlega afhentur mánudaginn 1. desember 2014.