RMF á 13. ráðstefnunni um íslenska þjóðfélagið

Starfsfólk RMF gerði góða ferð á 13. ráðstefnuna um íslenska þjóðfélagið sem í þetta sinn var haldin heim að Hólum í Hjaltadal.

Auk þess að halda erindi um eigin rannsóknir og hlýða á fyrirlestra annarra fræðimanna, fagnaði RMF fólk góðu tækifæri til að hittast, enda ekki á hverjum degi sem starfsfólk beggja skrifstofa (Akureyri og Reykjavík) er allt samankomið á einum stað.

 

Erindi sérfræðinga RMF á ráðstefnunni:

Íris H. Halldórsdóttir: Ábyrgt starfsmannahald í ferðaþjónustu; hver er staðan á Íslandi?

Auður H. Ingólfsdóttir: Þjóðgarðar - tækifæri í byggðaþróun

Þórný Barðadóttir: Og þeir segja bara "What?" Áskoranir skemmtiskipaumferðar við Ísland

Eyrún J. Bjarnadóttir: Nei, það er ekkert öllum sama hérna

Vera Vilhjálmsdóttir: Getur ráðstefnumarkaðurinn eflt sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu?

Lilja B. Rögnvaldsdóttir: Glöggt er gests augað: Niðurstöður ferðavenjukannana meðal erlendra gesta á 14 áfangastöðum landsins (samstarfsverkefni  Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík og RMF)