RMF hélt samfélagsfund um skemmtiferðaskip

Rannsóknamiðstöð ferðamála hélt rafrænan samfélagsfund um skemmtiskipa ferðamennsku á Ísafirði þann 4. október síðastliðinn. Á fundinum voru helstu niðurstöður verkefnisins Sjálfbær móttökusvæði skemmtiskipa á norðurslóðum: frá starfsháttum til stýringar kynntar. Sjá meira um verkefnið hér.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, Hin Hoarau Heemstra, Dósent hjá Nord háskólanum og verkefnastjóri verkefnisins, og Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, kynntu niðurstöður verkefnsins. Ulrika Persson-Fischier,  Aðjúnkt hjá Uppsala háskóla leiddi umræður við lok fundar.

Komin er út RMF skýrsla og verkefna skýrsla um niðurstöður gagnaöflunar á Ísafirði. Lokaskýrsla verkefnisins er væntanleg vorið 2024 þar sem niðurstöður allra rannsóknasvæða verða borin saman. Fylgjast má með framvindu rannsóknarinnar á Facebooksíðu verkefnisins og heimasíðu verkefnisins.

 

Hér má sjá dagskrá fundarins í heild:

Dagskrá fundar