RMF hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

RMF hlaut rannsóknarstyrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til þess að vinna að verkefninu Er ferðaþjónusta málið? Greining á hlutverki Vegagerðarinnar í sjálfbærri uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi.

Rannsókninni er ætlað að greina hlutverk Vegagerðarinnar þegar kemur að uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi. Auk þess verður ákvarðanatakan og verkferlið við þróun nýrra ferðaleiða greind. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda í ferðaþjónustu og samgöngum verða höfð til hliðsjónar við mótun rannsóknaráætlunarinnar.

Ása Marta Sveinsdóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingar hjá RMF, leiddu umsóknina og munu sjá um framkvæmd hennar, auk Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, forstöðukonu RMF.

Alls bárust 124 umsóknir í sjóðinn. Af þeim voru 78 verkefni styrkt og 150 milljónum úthlutað.

Samþykktar umsóknir frá Háskólum voru 24 þetta árið.

Hér má lesa nánar um úthlutun sjóðsins.