RMF kynnt á Norðurslóðatorgi
29.09.2025
RMF tók þátt í svokölluðu Norðurslóðatorgi sem haldið var í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 26. sept. sl. Á torginu kynntu stofnanir á háskólasvæðinu sem vinna að málefnum Norðurslóða starfsemina, fyrst með stuttum kynningum og síðan umræðum á kynningarbásum.
Auk RMF tóku eftirfarandi stofnanir þátt:
- Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS)
- Norðurslóðanet Íslands
- Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis á Norðurslóðum (CAFF)
- Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun hafsvæða (PAME)
- Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC)
Myndirnar sem hér fylgja tók Hildur Sólveig Elvarsdóttir.