RMF leita eftir spyrlum

Spyrill frá RMF að störfum
Spyrill frá RMF að störfum

Rannsóknamiðstöð ferðamála leitar eftir einstaklingum til að taka að sér spyrlastörf við framkvæmd ferðavenjukönnunnar meðal erlendra ferðamanna sem fram fer í sumar.

Rannsóknarsvæðin sem umræðir eru Reykjanesbær, Stykkishólmur, Hvammstangi, Egilsstaðir og Vík í Mýrdal á tímabilinu júlí og ágúst.

Vinnutíminn er sveigjanlegur og hentar vel sem aukavinna. Spyrlar fá greitt fyrir hverja útfyllta könnun.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Veru Vilhjálmsdóttur hjá RMF á tölvupóstfangið verav @ hi.is eða í síma 525 4459.