RMF tekur þátt á Hringborði Norðurslóða 2022
03.10.2022
RMF, ásamt Landhelgisgæslu Íslands og Norðurslóðanets Íslands, skipuleggur tvær málstofur á Arctic Circle sem bera heitið "Responding to Booming Arctic Cruise: Safety and Environmental Risks at Sea". Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF mun þar halda erindi um ferðaþjónustu tengdri skemmtiferðaskipum við Íslandsstrendur.
Málstofurnar verða haldnar fimmtudaginn 13. október í Hörpu.