RMF tók þátt í ráðstefnunni Responsible Tourism in Destinations

Helsinki Central Library Oodi
Helsinki Central Library Oodi

Þær Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Þórný Barðadóttir og Ása Marta Sveindóttir, tóku þátt í ráðstefnunni Responsible Tourism in Destinations sem haldin var í almenningsbókasafninu Oodi í miðbæ Helsinki dagana 9-10. júní síðast liðinn undir yfirskriftinni: Efling ábyrgrar ferðaþjónustu.

Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem haldin er árlega og var ráðstefnan í ár sú fimmtánda í ráðstefnuröðinni skipulögð af ICRT Finland í samstarfi við Visit Finland.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðukona RMF, var ein af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar í ár og hélt fyrirlesturinn From Growth-pains to Crisis – Tourism Development in Iceland and the Question of Resiliency, auk þess sem hún tók þátt í pallborðsumræðunum Local community collaboration in responsible tourism í lok ráðstefnunnar.

Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, tók þátt í fyrri málstofu ráðstefnunnar og hélt fyrirlesturinn The path to responsible cruise tourism in Ísafjörður.

Þórný Barðadóttir, sérfræðingur hjá RMF, tók þátt í seinni málstofu ráðstefnunnar og hélt fyrirlesturinn “Please, tourism, do not ruin our Melrakkaslétta” Tourism development in a marginal area.

Guðrún, Þórný og Ása

Akureyrarteymi RMF þakkar skipuleggjendum fyrir góða ráðstefnu!