Rögnvaldur Ólafsson – minning

Rögnvaldur Ólafsson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir á góðri stundu árið 2017
Rögnvaldur Ólafsson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir á góðri stundu árið 2017

Í dag, 19 mars, er jarðsunginn Rögnvaldur Ólafsson, fyrrverandi formaður stjórnar RMF sem lést þann 1. mars sl.

Rögnvaldur gegndi formennskunni árin 2010 – 2017 af miklum krafti og leitaði ýmissa leiða til þess að auka skilning stjórnvalda og atvinnugreinarinnar á mikilvægi rannsókna og aukinnar þekkingarsköpunar í ferðaþjónustu svo hægt væri að undirbyggja stefnumótun og aðgerðir í ferðaþjónustu á traustum vísindalegum gögnum. Auk formennskunnar tók Rögnvaldur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum á sviði ferðamála. Þar bar hæst þróun aðferðafræði við umferðartalningar á áfangastöðum ferðamanna víða um landið. Síðasta verkefnið sem Rögnvaldur vann með RMF var einmitt að sjá um umferðartalningu í rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæðinu við Þeistareyki sem unnin var fyrir Landsvirkjun síðast liðið sumar.

Starfsmenn RMF þakka fyrir gott samstarf á liðnum árum og votta fjölskyldu Rögnvaldar innilegrar samúðar við fráfall hans.