Samtal um rannsóknir við Ferðamálastofu og Háskóla Íslands

Þátttakendur fundarins
Þátttakendur fundarins

Í vikunni efndi RMF til samtals um rannsóknir með annars vegar þeim Arnari Má Ólafssyni, ferðamálastjóra og Heiðrúnu Eriku Guðmundsdóttur, forstöðumanni rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu og hins vegar með starfsfólki land- og ferðamálafræði Háskóla Íslands.
Á fundinum kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði rannsóknar sem unnar eru undir hatti Land- og ferðamálafræðistofu sem er rannsóknavettvangur kennara og annars starfsfólks í landfræði og ferðamálafræði Háskóla Íslands. Þá greindu Arnar Már og Heiðrún Erika frá helstu rannsóknarverkefnum Ferðamálastofu, rannsóknaráætlun og Mælaborði ferðaþjónustunnar. Einnig ræddi hópurinn um helstu tækifæri og áskoranir í rannsóknum, samstarfi og miðlun rannsókna.