Sérfræðingur hjá RMF á Nýsköpunarstofu UNLEASH

Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, tók þátt í Nýsköpunarstofu fyrir sjálfbærnisáskoranir á Grænlandi í síðustu viku. Nýsköpunarstofan ber heitið UNLEASH Innovation Lab og var haldin í Nuuk dagana 20-27. ágúst. UNLEASH heldur viðburði árlega fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára þar sem unnið er með  heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Í ár var sérstök áhersla lögð á að þróa lausnir við hinar ýmsu áskoranir sem við á Norðurslóðum búum yfir með tilliti til heimsmarkmiða 3, 4, 13, 14 & 15. Ása Marta tók þátt í heimsmarkmiði 13, Aðgerðir í loftlagsmálum, með sérstaka áherslu á Loftlagsvæna uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurslóðum. Alls tóku 200 manns þátt af 1200 umsækjendum frá 9 löndum. 

Hægt er að lesa meira um UNLEASH og samstarfsaðila verkefnisins hér