Sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála - laus staða

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu, með það að markmiði að efla rannsóknir, samstarf og menntun í ferðamálafræði.

RMF auglýsir stöðu sérfræðings við miðstöðina, sem efla skal þátt hagrannsókna í ferðamálum. Starfið snýr m.a. að rannsóknum og greiningu á fyrirtækjatölfræði, fyrirliggjandi þjóðhagsstærðum í ferðaþjónustu og forsendum þeirra, neyslumynstri ferðalanga og hagrænum áhrifum ferðaþjónustu eftir svæðum á Íslandi. Umsækjandi mun hafa starfsaðstöðu við Rannsóknamiðstöð ferðamála í einum af þeim skólum sem að RMF standa.

Um ráðningu til tveggja ára er að ræða með möguleika á fastráðningu, með þeim fyrirvara þó að fyrstu sex mánuðir skoðast sem gagnkvæmur reynslutími. Miðað er við að ráðið verði í stöðuna frá 1. júlí 2013.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi hafi sérþekkingu og reynslu á sviði hagfræða eða annarra fræða sem nýtast við tölfræðigreiningar og hagmælingar.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi doktorspróf.
  • Umsækjandi hafi gott vald á aðferðum til hagrannsókna og tölfræðigreiningar. 
  • Umsækjandi hafi reynslu af öflun rannsóknaverkefna.
  • Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt.
  • Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Með umsókn skulu send rafræn eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að verði tekin til mats. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um rannsókna- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Bandalags háskólamanna (BHM) og fjármálaráðherra.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2013. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í sex mánuði. Umsóknir skulu sendar til Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri, eða skilað rafrænt á edward@unak.is.

Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina. Stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála ræður í starfið og áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar gefur Edward Hákon Huijbens, forstöðumaður RMF, í síma 460-8930 eða í netfangi: edward@unak.is.

Auglýsing á Starfatorgi er hér