Skemmtiferðaskip til skoðunar hjá NRK

Þórný Barðadóttir RMF og Bodil Voldmo Sachse NRK.
Þórný Barðadóttir RMF og Bodil Voldmo Sachse NRK.

Þórný Barðadóttir sérfræðingur á RMF var ein viðmælenda norska fréttaskýringaþáttarins Brennpunkt sem sýndur var á norska ríkissjónvarpinu sl. þriðjudag.

Þátturinn fjallaði um skemmtiferðaskip og þau fjölmörgu áhrif og áskoranir sem óhjákvæmilega fylgja umferð þeirra. 

Ferðalag þáttastjórnenda hófst í Þýskalandi og auk heimsókna í þrjár íslenskar hafnir, lá leið þeirra til Svalbarða auk viðkomustaða á vesturströnd Noregs.

Þáttinn sem að mestu er á norsku, má sjá með því að smella hér