Skemmtiferðaskip við Norðurland: Þjóðarspegillinn 2017

Þórný með kynningu sína.
Þórný með kynningu sína.

Á Þjóðarspeglinum 2017, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum sem fram fór við Háskóla Íslands 3. nóvember s.l. kynnti Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF, nýlokinni rannsókn á móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip.

Rannsóknin var framkvæmd með viðtölum við móttöku- og þjónustuaðila viðkomuhafna skemmtiferðaskipa á Norðurlandi, auk þess sem leitað var til fulltrúa hagsmunaaðila á landsvísu.

Í viðtölum var leitað upplýsinga um álit viðmælenda á hlutverki þeirra við móttöku, ákvarðanatökum, helstu áskorunum, tækifærum og ávinningi af komum skemmtiferðaskipa auk fleiri atriða.

Í fyrirlestrinum sem bar heitið Af hópum og hálfopnum dyrum kynnti Þórný tvö þeirra þema sem fram komu í viðtölunum: Neikvæða orðræðu um skemmtiferðaskip og hópferðamennsku og vangaveltur um hvernig unnt sé að auka arðsemi í héraði af heimsóknum farþega skemmtiferðaskipa.

Skýrsla um heildarniðurstöður viðtalanna er væntanleg í árslok 2017.