Starfsmenn í sérverkefnum fyrir RMF

Ferðamenn spurðir álits
Ferðamenn spurðir álits

RMF hefur í sumar fengið til liðs við sig starfsmenn sem sinnt hafa sérverkefnum.


Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Valeriya Posmitnaya og Valtý Sigurbjarnarson við störf sín. 

 

Valeriya Posmitnaya aðstoðar við útfyllingu könnunarValeriya hefur sinnt viðhorfskönnun meðal ferðamanna við Kröfluvirkjun, auk þess að taka þátt í fyrirlögn spurningalista til ferðamanna á Akureyri, Siglufirði og farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn.

 

 

Valtýr undirbýr framkvæmd könnunarValtýr hefur staðið fyrir viðhorfskönnun meðal ferðamanna við Þeistareyki. Þar byggir hann á könnun sem hann ásamt Edward H. Huijbens og Rögnvaldi Ólafssyni vann að fyrir RMF árið 2012. Auk viðhorfskönnunar, mun Valtýr að þessu sinni jafnframt taka viðtöl við ýmsa hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar á rannsóknasvæðinu.