Starfsnemi á RMF

Alina Bavykina
Alina Bavykina

Alina Bavykina mun næstu misseri dvelja sem starfsnemi á Akureyrarskrifstofu RMF.

Alina er meistaranemi við Uppsalaháskóla á Gotlandi, Svíþjóð þar sem hún nemur sjálfbæra þróun áfangastaða (Sustainable Destination Development). Fyrir hefur hún gráðu í verkfræði frá Verkfræðiháskóla í Moskvu. 

Rannsóknaráherslur Alinu eru meðal annars ferðaþjónusta tengd viðburðum og hátíðum, náttúrutengdir áfangastaðir á norðurslóðum og hin margvíslegu áhrif ferðamennsku á heimsóknarsvæðum út frá kenningum um sjálfbæra þróun.

Á meðan á námsdvölinni stendur, mun Alina skrifa lokaritgerð sína þar sem umfjöllunarefnið er hlutverk frumkvöðla í fámennum samfélögum með tónlistarhátíðina „Aldrei fór ég suður“ í brennidepli. 

RMF býður Alinu velkomna í hópinn!