Vel heppnuð málstofa á Hringborði Norðurslóða

Mynd: Rebecca Pincus
Mynd: Rebecca Pincus

Mikilvægi þess að auka samskipti og samræma aðgerðir ólíkra aðila í ferðaþjónustu á haf- og strandsvæðum á Norðurslóðum var meðal þess sem þátttakendur lögðu áherslu á í málstofu sem RMF skipulagði á Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle) sem fór fram föstudaginn 13. október í Hörpu, Reykjavík.

Markmið málstofunnar var að ná saman fulltrúum atvinnugreinarinnar, opinberra aðila og rannsóknarsamfélagsins til að ræða saman um málefni sem snúa að stjórnun ferðaþjónustu á haf- og strandsvæðum og draga fram styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir sem ferðaþjónusta stendur frammi fyrir á Norðurslóðum.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, og Nathan Reigner, ráðgjafi hjá Recreation and Tourism Science, stýrðu málstofunni. Þátttakendur voru Auður H Ingólfsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, Frigg Jørgensen, Framkvæmdastjóri Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), Jessica Shadian, framkvæmdastjóri Arctic 360, Shannon Jenkins, US Coast Guard Senior Arctic Policy Advisor, Sergey Shirokiy, Varaformaður fyrir Northern Eurasia of IUCN´s World Commission on Protected Areas (WCPA) og Wilfred Richard, sérfræðingur hjá Uummannaq Polar Institute og Smithsonian National Museum of Natural History´s Arctic Studies Center.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þátttakendur í panel (frá vinstri til hægri): Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Jessica Shadian, Auður H Ingólfsdóttir, Frigg Jørgensen, Shannon Jenkins, Sergey Shirokiy, Wilfred Richard og Nathan Reigner