Sumarstarfsfólk vinnur rannsókn um bjargráð í ferðaþjónustu

Kristófer Orri og Ragnhildur
Kristófer Orri og Ragnhildur

Í sumar munu Ragnhildur Pétursdóttir og Kristófer Orri Guðmundsson nemendur í Háskóla Íslands vinna að verkefninu “Kóvið tæklað – Rannsókn á bjargráðum í ferðaþjónustu”.

Það var eitt þeirra verkefna sem fengu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þetta árið.

Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á hvort og hvaða hlutverki sköpunarkraftur og nýsköpun hafa gengt í krísustjórnun ferðaþjónustunnar á Suðurlandi frá byrjun COVID krísunnar.

Umsjónarmaður verkefnisins er Íris H. Halldórsdóttir f.h. Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.