Þriðju "Rannsóknardagar RMF" haldnir að Hólum

Rannsóknamiðstöð ferðamála bauð nú í byrjun júní í þriðja sinn framhaldsnemum og rannsakendum í ferðamálum til rannsóknardaga, í þetta sinn að Hólum  í Hjaltadal. Fyrstu rannsóknardagar RMF voru haustið 2012 í Höfn, þar á eftir á Húsavík haustið 2013 og byggt á árangri þeirra var ákveðið að bæta við og halda rannsóknardaga að vori auk hausts. Næstu og fjórðu rannsóknardagar RMF verða því í haust og stefnt er á suðvesturhornið.

 Á rannsóknardögum voru fjögur rannsóknarverkefni kynnt. Hvert verkefni um sig fékk 30 mínútur í kynningu og svo eina og hálfa klukkustund þar sem allit viðstaddir fengu færi á að ræða verkefnið, koma með tillögur, spyrja og rýna. Dagskrá rannsóknardaga að Hólum má sjá hér og hér að neðan eru myndir.

Rannsóknadagar á Hólum

Gestir þungt hugsi yfir kynningu

 

Alda presentation

Alda kynnir og skýrir sínar nálganir

 

Gyda presentation

 Gyða veltir spurningu fyrir sér

 

Harald presentation

 Harald meðtekur rýni

 

Michael presentation

 Michael andaktugur

 

Research days at Holar

 Útsýnið úr stofunni