Tökustaðir kvikmynda: tækifæri fyrir ferðaþjónustu?

Tökustaður Sense8 á Íslandi. Mynd: fangirlquest.com
Tökustaður Sense8 á Íslandi. Mynd: fangirlquest.com

Ný skýrsla með niðurstöðum rannsóknar á tækifærum og stöðu kvikmyndaferðaþjónustu á Íslandi var að koma út. Skýrslan byggir á viðtalsgögnum sem safnað var hér á landi í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið OUTPACE sem RMF var aðili að á árunum 2019-2021. Markmið OUTPACE var að vekja athygli á því hvernig poppmenning getur stuðlað að nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, ásamt því að greina tækifæri og hindranir á því sviði. 

Í skýrslunni er stuttlega fjallað um kvikmyndaferðaþjónustu og helstu birtingarmyndir hennar, ásamt því að gerð er grein fyrir Íslandi sem tökustað fyrir erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Því næst er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum viðtalsrannsóknar við hagaðila á Íslandi þar sem leitast var við að svara spurningunni um það hvernig tökustaðir á Íslandi hafa verið nýttir af ferðaþjónustuaðilum, hvaða tækifæri viðmælendur sjá í þessum anga ferðaþjónustunnar og hverjar helstu áskoranirnar séu við að nýta kvikmyndir til markaðssetningar og vöruþróunar. Í lokin eru síðan gefin tvö dæmi um kvikmyndaferðaþjónustu á Íslandi.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.