TourNord vinnufundur í Bergen
RMF gerðist nýlega aðili að norrænu samstarfsneti um eflingu menntunar á sviði ferðamála á Norðurlöndunum: TourNord
Í síðustu viku var vinnufundur í samstarfsnetinu haldinn í Bergen, Noregi þar sem rædd voru þemu á borð við seiglu ferðaþjónustufyrirtækja, nærandi ferðaþjónustu (regenerative tourism) og troðnings ferðaþjónustu (overtourism). Lesa má meira um fundinn hér: https://tournord.com/blog/
Markmið TourNord er að stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og efla ferðamálanám þannig að nemendur verði reiðubúnir að takast á við áskoranir framtíðarinnar á sviði ferðaþjónustu. Samstarfsnetið er hugsað sem vettvangur fyrir norrænar mennta- og rannsóknastofnanir til þess að miðla vel heppnuðum aðferðum og leiðum til þekkingarþróunar á sviði ferðamála.