Uplift vinnufundur í Vilníus
Í lok október hittust samstarfsaðilar Uplift verkefnisins á tveggja daga vinnufundi í Vilníus í Litháen. Á fundinum var fyrsta ár verkefnisins gert upp en afrakstur þessa fyrsta starfsárs er nýtt fræðsluefni sem kom út í sumar.
Þar að auki voru næstu skef verkefnisins rædd en næsta vor verða haldnar vinnustofur í fjórum af samstarfslöndunum, þar af ein á Íslandi, fyrir ferðaþjónustuaðila sem hafa áhuga á að kynna sér nýtingu stafrænnar tækni fyrir bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu.
Auk fundarhalds fyrsta daginn var farið í vettvangsferð á sýndarveruleikasýninguna „Creation of the Worlds“ sem byggir á málverkum M.K. Ciurlionis. Ciurlionis er litháenskur rithöfundur, tónskáld og málari. Þrátt fyrir að hafa dáið langt fyrir aldur fram þá hefur listsköpun hans haft mikil áhrif á samtímamenningu í Litháen. Á sýningunni lifna málverk hans við og áhorfandinn er dreginn inn í heim ævintýra og framandi landslags.
Seinni daginn tóku samstarfsaðilarnir og gestir þeirra svo þátt í hálfs dags vinnustofu þar sem þeir fengu leiðsögn um notkun þrívíddar myndatöku og fengu að prófa að búa til kynningarefni í Faux Real Studio sem Vilnius Tech hefur til umráða á.
Hér koma nokkrar svipmyndir frá vinnustofunni.






Norðurslóð 2 (E-hús-206)
600 Akureyri