Upphafsfundur WeLead

Samstarfsaðilar á fyrsta fundi WeLead
Samstarfsaðilar á fyrsta fundi WeLead

Í dag var fyrsti verkefnafundurinn haldinn í nýju evrópsku samstarfsverkefni, Women Leadership in tourism, leisure & hospitality (We Lead). Um er að ræða tveggja ára (2022-2024) fræðsluverkefni sem styrkt er af evrópsku styrkjaáætluninni Erasmus+. RMF leiðir verkefnið en samstarfsaðilar koma frá fyrirtækjum og menntastofnunum á Íslandi, Danmörku, Írlandi og Spáni.  

Markmið verkefnisins er að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu, ekki síst þegar kemur að brýnum úrlausnum og viðbrögðum við loftslagsbreytingum.  

Hægt er að lesa meira um We Lead verkefnið HÉR