Vefnámskeið: Efling ábyrgar ferðaþjónustu á Norðurlöndunum
28.10.2025
Dagana 11-13 nóvember verður haldið þriggja daga vefnámskeið þar sem ábyrg ferðaþjónusta á Norðurlöndunum er í brennidepli. Hver dagur er helgaður ákveðnu þema:
Dagur 1: Fjölbreytni og inngilding í ferðaþjónustu
Dagur 2: Rannsóknir
Dagur 3: Þróun ábyrgrar ferðaþjónustu
Námskeiðinu lýkur með pallborðsumræðum um framtíð ferðaþjónustunnar.
Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað jafnt ferðamálanemendum, ferðaþjónustuaðilum, rannsakendum og öðrum hagaðilum. Þátttakendur geta valið þau dagskráratriði sem vekja áhuga. Það er ekki skilyrði að taka þátt alla dagana.
Námskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg.
Að námskeiðinu standa.
- Jamk háskólinn (Finnland)
- Háskólinn í Dalarna (Svíþjóð)
- Rannsóknamiðstöð ferðamála (Ísland)
- Sveitarfélagið Västerbotten (Svíþjóð)
- Háskólinn í Austur-Finnlandi (Finnland)
- Háskólinn í Suður-Danmörku (Danmörk)
- Háskólinn í Stavanger (Noregur)

Norðurslóð 2 (E-hús-206)
600 Akureyri