Fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt með innlendu vinnuafli.

Fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt með innlendu vinnuafli. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins.

„Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála.

Tölur Hagstofunnar sýna að samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síð- asta ári, og skýri 2.700 af 2.800 nýjum störfum sem urðu til. Edward segir enga stefnu fyrirliggjandi um menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla.

Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Vísis: