Fréttir 2007

Desember 

Fundur kennara í ferðamálafræðum og tengdum fögum

Fundur kennara í ferðamálafræðum var haldin 6. desember sl. að Skólabæ í Reykjavík, kl. 17.00. Daginn eftir voru tvær málstofur um ferðamálafræði á Þjóðarspegli, árlegri félagsvísindaráðstefnu Háskóla Íslands (sjá titla erinda og hverjir fluttu á Þjóðarspegli 2007) Dagskrá var sem hér segir: 17.00 Gestir boðnir velkomnir og stutt tala forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands. 17.15 Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, hélt tölu um rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu og hugmyndir hins opinbera. Eftir erindið svaraði hann spurningum. 18.15 Stutt óformleg framsaga hvers skóla um kennslu í ferðamálafræðum


    Háskóli Íslands
    Hólaskóli
    Háskólinn á Akureyri Léttar veitingar 19.00 Fundarlok
 

Mynd 1

 

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 3

Mynd 4

Mynd 4

Mynd 5

Mynd 5

Mynd 6

Mynd 6

Mættir voru

Nafn

Stofnun

tölvupóstur

     

Anna Karlsdóttir

Háskóli Íslands

annakar@hi.is

Anna Dóra Sæþórsdóttir

Háskóli Íslands

annadora@hi.is

Edward H. Huijbens

Ferðamálasetur/HA

edward@unak.is

Guðrún Helgadóttir

Háskólinn að Hólum

gudr@holar.is

Guðrún Gísladóttir

Háskóli Íslands

ggisla@hi.is

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Háskólinn að Hólum

ggunn@holar.is

Gunnar Þór Jóhannesson

Háskóli Íslands

gtj@hi.is

Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir

Háskólinn að Hólum

hlin@holar.is

Ingibjörg Sigurðardóttir

Háskólinn að Hólum

inga@holar.is

Karl Benediktsson

Háskóli Íslands

kben@hi.is

Magnfríður Júlíusdóttir

Háskóli Íslands

mj@hi.is

Martin Gren

Háskólinn að Hólum/FMSÍ

martin@holar.is

Rannveig Ólafsdóttir

Háskóli Íslands

ranny@hi.is

 

Nýr sérfræðingur hjá Ferðamálasetri

Ferðamálasetrið hefur í samvinnu við ferðamáladeild Háskólans að Hólum Íslands, ráðið til starfa dr. Martin Gren í stöðu dósents við Hólaskóla. Martin mun sinna kennslu við Hólaskóla, en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur.

Martin lauk skipulagsgráðu (B.Sc.) frá háskólanum í Gautaborg 1984 og vann í framhladinu við skipulag heilsugæslu. Eftir að hafa lokið PhD ritgerð við háskólann í Gautaborg 1994 í amnnvistarlandfræði fékk hann lektorsstöðu við land og ferðamálafræði deild háskólans í Karlstad. Þar hefur hann kennt félagsvísindi og menningarafræði en einnig kennslufræði og ferðamálafræði. 2004 fór hann frá Karlstad og aftur til Gautaborgar þar sem hann fékk stöðu við rannsóknir á menningarminjum, sögu og arfleið. Eftir að ljúka verkefnum þar haustið 2007 fékk hann stöðuna við Hólaskóla.

Hægt er að ná í Martin í síma: 455-6336 eða netfang: martin@holar.is

 

Nóvember

Sérverkefni Ferðamálaseturs Íslands

FMSÍ hefur verið ráðið til tveggja verkefna gegnum verkfræðistofuna VGK Hönnun. Bæði snúa verkefnin að mati á áhrifum tiltekina framkvæmda á ferðaþjónustu og útivist á því svæði sem um ræðir.

Í fyrra tilfellinu er skýrsla í vinnslu fyrir Landsvirkjun, Landsnet og Þeistareyki ehf. Hún fjallar um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist af fyrirhugaðri virkjun á Þeistareykjum og háspennulína frá Kröflu að fyrirhugaðri álverslóð að Bakka við Húsavík. Forstöðumaður FMSÍ Edward H. Huijbens vinnur að þeirri skýrslu sem byggir á viðtölum við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Skýrslu verður skilað í janúar 2008.

Í seinna tilfellinu er um að ræða mat á áhrifum uppbyggingar Hagavatnsvirkjunar sunnan Langjökuls á ferðaþjónustu á svæðinu. Þá skýrslu vinnur Kristín Rut Kristjánsdóttir, með aðstoð Rannveigar Ólafsdóttur, sérfræðings FMSÍ. Áætlað er að skýrsla komi út í desember 2007. 

 

Október

Styrkur til rannsókna á nýsköpun í ferðaþjónustu

Gestaprófessor Ferðamálaseturs Íslands, dr. John Hull hlaut nýverið styrk frá Tækniháskólanum í Auckland á Nýja Sjálandi til samanburðarrannsóknar á stefnumótun í nýsköpun milli Íslands og Nýja Sjálands.  

Nýsköpun er vanalegast tengd framþróun tækni og vísinda, en hefur einnig á undanförnum árum verið sett í samhengi við mótun nýrra framleiðslu hátta, framboðsaukningar og þjónustu þá sérstaklega með tilliti til flæði þekkingar, samvinnu og tengslamyndunar. Rannsókn dr. Hull byggir á samanburði tveggja áfangastaða á Norðaustur horni landsins og tveggja á Suðureyju Nýja Sjálands, sem hann mun nálgast með viðtölum og tölfræðigreiningu. Þessi rannsókn er frumraun og er ætluð til undirbúnings stærri rannsóknar sem fjallar um:

  • Þróun áfangastaða á jaðarsvæðum
  • Að bera kennsl á og skjalfesta nýsköpun sem á sér stað þegar
  • Mat á hvernig slík nýsköpun leggur til efnahaglegrar sjálfbærni áfangastaðar
  • Að auka skilning á því hvernig áfangastaðir laga sig að breytingum í umhverfi og á samfélagi samfara auknum fjölda ferðamanna
  • Aðstoð við stefnumótun og upplýsta ákvarðannatöku hagsmunaaðila á staðnum

 

September

Staða forstöðumanns auglýst

Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands

Dósent/prófessor við Háskólann á Akureyri
Ferðamálasetur Íslands og Háskólinn á Akureyri auglýsa lausa til umsóknar sameiginlega stöðu forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands og dósents/prófessors við Viðskipta- og raunvísinda Háskólans á Akureyri. Forstöðumaðurinn mun hafa starfsaðstöðu við Ferðamálsetur Íslands í Háskólanum á Akureyri. Upphaf ráðningartíma er samkomulagsatriði. Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands ber ábyrgð gagnvart stjórn á almennum rekstri, mannahaldi og gæðum rannsókna setursins. Hann sinnir auk þess vinnu við rannsóknir, öflun rannsóknaverkefna, styrkja og stjórnun verkefna. Hann leiðir og eflir samstarf setursins við hagsmunaaðila og er talsmaður þess út á við. Forstöðumaðurinn kemur einnig að faglegri þróun ferðamálakennslu við Viðskipta- og raunvísindadeildar HA og hefur kennsluskyldu við háskólann. Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi standist hæfismat sem dósent eða prófessor við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri
  • Umsækjandi hafi sérþekkingu og reynslu á sviði ferðamála, landfræða eða viðskiptafræða
  • Umsækjandi hafi reynslu af öflun rannsóknaverkefna ásamt vinnu við rannsóknir
  • Umsækjandi hafi reynslu af stjórnun og framkvæmd innlendra og erlendra rannsóknaverkefna
  • Umsækjandi hafi reynslu og menntun í stjórnun
  • Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum

Dómnefnd HA mun meta fræðilega hæfni umsækjenda til að gegna starfi dósents eða prófessors. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að verði tekin til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkum. Einnig er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um rannsókna-, kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Loks er óskað eftir því að umsækjandi geri grein fyrir fyrirhuguðum rannsóknum sínum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2007. Umsóknum og umsóknagögnum skal skila í þremur eintökum til Ferðamálaseturs Íslands, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfum starfsins þegar ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar gefur Ingjaldur Hannibalsson, stjórnarformaður FMSÍ, í póstfangi ingjald@hi.is. Einnig er bent á heimasíðu setursins www.fmsi.is varðandi frekari upplýsingar um starfsemi setursins. Háskóli Íslands, Hólaskóli – háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Stjórn setursins skipa sjö aðilar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla – háskólans á Hólum, SAF – samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu.

 

Ágúst

Gesta prófessor við Ferðamálasetur

Ferðamálasetur Íslands hefur stofnað til samstarfs með John S. Hull, sem hlotið hefur stöðu gesta prófessors við viðskipta og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Mun hann sinna verkefnum fyrir setrið hér á landi en einnig efla samskipti setursins við Ferðamálasetur Nýja Sjálands (NZTRI).

John lauk B.A. í amerískum umhverfisfræðum frá Williams College 1985. 1992 lauk hann tvöfaldri meistaragráðu í borgarskipulagi og landslags arkítektúr, frá háskólanum í Michigan. Lokaritgerð hans fjallaði um þróun ferðaþjónustu hjá frumbyggjum Walpole eyju í Ontario, Kanada. 1998 lauk John PhD frá McGill háskóla í Montreal. Doktorsrannsókn hans snéri að sjálfbærni ferðaþjónustu á norðurslóðum. John er annar stofnenda  ráðgjafafyrirtækisins Intervale Associates (www.intervale.ca) og er dósent við tækniháskólann í Auckland á Nýja Sjálandi, og aðstoðarforstöðumaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands (nztri.aut.ac.nz).  John hefur tekið þátt í fjölda verkefna á norðurslóðum og vinnur nú að skipulagi og stefnumótun ferðaþjónustu í N. Þingeyjarsýslum.  

 

Yfirlit um skotveiðitengda ferðaþjónustu á Norðurlöndum og í Kanada

Ferðamálasetur Íslands, ásamt rannsóknar og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri, embætti veiðimálastjóra og félags hreindýraleiðsögumanna vinnur að samnorrænu verkefni um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu undir formerkjum efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar sjálfbærni. Verkefnið er styrkt af NPP (e. Northern Periphery Programme) og er forvinnu lokið og skýrsla komin út sem tekur saman stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Kanada.  

Lesa skýrsluna um skotveiðitengda ferðaþjónustu

 

Júní

Ferðaþjónusta og umhverfimál á RÚV

Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands, dr. Edward H. Huijbens stóð fimm miðvikudaga í röð í samræðum um ferðaþjónustu og umhverfismál í þættinum Vítt og Breitt á Ríkisútvarpinu rás 1 við Pétur Halldórsson. Hér að neðan er hægt að nálgast hvern þessara þátta.

Miðvikudaginn 9. maí 2007

Miðvikudaginn 16. maí 2007

Miðvikudaginn 23. maí 2007

Miðvikudaginn 30. maí 2007

Miðvikudaginn 6. júní 2007

 

Maí  

Menningartengd ferðaþjónusta í Eyjafirði

Út er komin skýrsla frá Ferðamálasetri Íslands og Hólaskóla um Menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði. Skýrslan er nokkru á eftir áætlun en er engu að síður hluti af viðamiklu rannsóknarverkefni til næstu 10 ára um menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi, þar sem m.a. áreiðanleiki, framsetning, ímyndasköpun og markaðsetning menningar í ferðaþjónustu eru tekin til skoðunar. Rannsóknir í menningartengdri ferðaþjónustu eru ein af þremur megin rannsóknarstoðum Ferðamálaseturs, en hinar tvær snúast um ferðaþjónustu og umhverfismál og hagræn áhrif ferðaþjónustu. Lesa skýrsluna um menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði

 

Apríl  

Umhverfisstjórnun – tæki til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur styrkt starfmanns setursins, Dr. Rannveigu Ólafsdóttur, um fjárhæð sem nemur tveimur mannmánuðum til að ýta úr vör rannsóknum á tækjum og leiðum til umhverfisstjórnunar. Von okkar stendur til þess að sú þróunarvinna sem hér mun eiga sér stað muni halda áfram og nýtast til uppbyggingar ferðamannastaða á landinu.

 

Nýr starfsmaður FMSÍ við Háskóla Íslands

Ferðamálasetrið hefur í samvinnu við raunvísindadeild Háskóla Íslands, ráðið til starfa dr. Rannveigu Ólafsdóttur í stöðu dósents við HÍ. Rannveig mun sinna kennslu við Háskóla Íslands, en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur.

Rannveig lauk B.Sc. gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands 1992 og B.Sc. gráðu í jarðfræði frá sama skóla 1994. Einnig lauk hún prófi frá Leiðsöguskóla Íslands 1990 og B.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Frá 1996-2001 var hún rannsóknarnemi við náttúrulandfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan PhD gráðu í náttúrulandfræði í janúar 2002. Frá 2002-2006 starfaði Rannveig sem forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, og frá 2006-2007 við ráðgjöf í umhverfisstjórnun og mati á umhverfisáhrifum hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf. Frá 2002-2007 hefur Rannveig samhliða öðrum störfum starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands.

 

Mars  

Skýrsla um stjórnunarhætti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum

Út er komin skýrsla frá FMSÍ sem byggð er á könnun sem gerð var á vordögum 2005 meðal fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Sú könnun var samstarfsverkefni Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri (HA), Ferðamálaseturs Íslands og SAF. Könnunin var gerð af Rannsóknar og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) í samstarfi við þrjá starfsmenn Viðskiptadeildar HA. Í skýrslunni eru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar sem gerð var árið 2004 meðal íslenskra fyrirtækja almennt. Þar sem við á eru niðurstöður einnig bornar saman við niðurstöður þarfagreiningar fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjónustu, sem gerð var 2005. Til að gera könnunina fyrir þessa skýrslu fékkst styrkur úr Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri og fær sjóðurinn bestu þakkir fyrir. Höfundar skýrslunnar eru fjórir. Arney Einarsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir eru eigendur og verkefnisstjórar fyrirtækisins HRM Rannsóknir og Ráðgjöf. Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor við Viðskipta og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem Helgi Gestsson er einnig en hann starfar þar sem lektor. Eru öllum höfundum hér með færðar kærar þakkir fyrir sína vinnu.

Lesa rafrænt eintak skýrslunnar

 

Nýr starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands á Akureyri

Ferðamálasetur Íslands hefur ráðið til starfa Þorstein Húnfjörð í hálfa stöðu verkefnisstjóra til hálfs árs. Þorsteinn hefur starfað að fjölda verkefna fyrir Háskólann á Akureyri en mun nú jafnhliða kennslu og verkefnum við viðskipta og raunvísindadeild, taka yfir umsjón með Svartárkots verkefni ferðamálasetursins. Hlutverk hans verður að hafa yfirumsjón með þeirri vinnu sem fram fer við uppbyggingu akademískrar ferðaþjónustu að Svartárkoti í Bárðardal. Þorsteinn er viðskiptafræðingur að mennt en hann útskrifaðist úr Campbellsville háskólanum í Bandaríkjunum árið 2002.

Ferðamálasetrið bíður nýjan starfsmann velkominn til starfa.

Um Svartárkots verkefnið

 

Janúar 

Veisla og vísindi við HA

Ferðamálasetur tók þátt í opnu húsi við Háskólann á Akureyri, laugardaginn 10. febrúar. Var settur upp sýningarbás á þriðju hæð þar sem voru til sýnis plaköt sem gerð höfðu verið um setrið og verkefni þess, en einnig voru skýrslur setursins til sýnis. Forstöðumaður setursins flutti svo ávarp, en fjórir fræðimenn höfðu verið fengnir til að kynna dæmi um rannsóknir sínar.

Lesa erindi forstöðumanns (23 MB)

 

Nýr starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands á Akureyri

Ferðamálasetur Íslands hefur ráðið til starfa Margréti Víkingsdóttur í stöðu verkefnisstjóra til eins árs. Margrét starfaði áður sem upplýsingafulltrúi hjá Dalvíkurbyggð en tekur nú við starfi klasastjóra í Ferðamálaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og mun sinna því starfi út árið 2007. Hlutverk hennar verður að hafa yfirumsjón með þeirri vinnu sem fram fer í ferðmálaklasanum. Margrét er viðskiptafræðingur að mennt en hún útskrifaðist úr Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri árið 2003 en þar lagði hún áherslu á markaðsfræði.

Ferðamálasetrið bíður nýjan starfsmann velkominn til starfa og kveður jafnframt Bergþóru Aradóttur með þökk fyrir frábært samstarf, en hún var áður í stöðu Margrétar.