Góð heimsókn frá háskólanum í Plymouth.

Á morgun miðvikudag verður haldin vinnustofa um málefni vinnuaflsins í ferðaþjónustu á Íslandi. Rannsóknamiðstöð ferðamála og námsbraut í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands bjóða til þessarar vinnustofu og er markmiðið með henni er að skapa vettvang fyrir frjóa umræðu um rannsóknir og gagnaöflun í tengslum við vinnuafl íslenskrar ferðaþjónustu.

Tilefni þessarar vinnustofu er meðal annars koma Dr. Andreas Walmsley frá háskólanum í Plymouth. Andreas er driffjöður nýstofnaðs rannsóknarhóps um málefni vinnuaflsins í ferðaþjónustu sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála leiðir. Nánari um hópinn hér.
Andreas hefur unnið í rannsóknum tengdum vinnuafli í ferðaþjónustu frá árinu 2008. Undanfarið hefur hann beint sjónum sínum að ungu fólki í ferðaþjónustu. Nýlega kom út eftir hann bókin „Youth Employment in Tourism and Hospitality: A Critical Review“.

Andreas mun í kjölfarið vera með opinn fyrirlestur fimmtudaginn 6. september klukkan 12:00 í Öskju húsi Náttúrufræða, við Háskóla Íslands. Þar mun hann ræða rannsóknir sínar er snúa að atvinnu ungs fólks í ferðaþjónustu. Við hvetjum alla áhugasama að mæta. Sjá nánar hér.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af íslenskum hluta rannsóknarhópsins ásamt Dr. Walmsley.