Málstofukall á NS34 6.-8. október 2026
15.01.2026
Kallað er eftir málstofum á vísindaráðstefnuna 34th Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research, sem haldin verður í Reykjavík dagana 6.-8. október 2026.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Tourism in a Changing World: An Active Agent for Good?
Ráðstefnan er hluti af starfi samtakanna Nordic Society for Tourism and Hospitality Research og er vettvangur fræðilegrar umræðu vísindamanna og þróunar á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og í Evrópu.
Frestur til að skila tillögum að málstofum er 10. febrúar 2026.
Málstofukallið má lesa hér.

Norðurslóð 4 (7. hæð)
600 Akureyri