Ný skýrsla um upplifun ferðamanna við Kárahnjúkastíflu

Nýverið kom út skýrsla um upplifun og viðhorf ferðamanna við Kárahnjúkastíflu sumarið 2025. Skýrslan byggir á spurningakönnun meðal ferðamanna á starfssvæði Fljótsdalsstöðvar og var unnin fyrir Landsvirkjun í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð.

Niðurstöðurnar sýna að meirihluti ferðamanna kom til að upplifa náttúru og óbyggð víðerni og að upplifun af svæðinu var almennt mjög jákvæð. Mannvirki á svæðinu höfðu að jafnaði ekki neikvæð áhrif á ferðaupplifun en stíflan og virkjunin sjálf voru mikilvægur hluti af upplifuninni.

Í skýrslunni er einnig gerður samanburður við fyrri rannsóknir RMF við Blöndu, Þjórsá og Þeistareyki. Sá samanburður sýnir að upplifun ferðamanna af virkjanasvæðum er fjölbreytt og mótast af staðbundnum aðstæðum, landslagi og samhengi.

Skýrsluna má finna hér á heimasíðu RMF.