Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsir eftir meistaranema í spennandi rannsóknaverkefni í sumar á sviði ferðamála
Rannsóknamiðstöð ferðamála leitar eftir meistaranema í hlutastarf í sumar.
Um er að ræða starf í 5 heilar vikur sem dreift verður yfir sumarið. Gert er ráð fyrir að nemi hefji störf í byrjun júní en nákvæm tímasetning er samkomulagsatriði.
Rannsóknin snýr að ábyrgri eyjaferðaþjónustu í Hrísey og Grímsey þar sem markmiðið er að leggja grunn að gerð sjálfbærrar áfangastaðaáætlunar.
Sjá meira hér
Verkefni nema mun snúa að gagnasöfnum, vettvangsferðum, innslátt og úrvinnslu gagna, og þátttöku í skýrslugerð.
Kröfur um hæfni:
- Að nemandi sé meistaranemi eða á þriðja ári í grunnnámi í ferðamálafræði, viðskiptafræði eða sambærilegum félagsvísindagreinum
- Að nemandi hafi lokið áfanga sem snýr að megindlegum rannsóknaraðferðum og kunni á Excel.
- Að nemandi geti sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsjónaraðili þessa rannsóknarverkefnis er Ása Marta Sveinsdóttir hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ef áhugi er fyrir að taka þátt í þessu verkefni endilega hafa samband í gegnum netfangið asamarta@rmf.is. Umsóknarfrestur er til 24. mars næstkomandi.